Réttskil ehf bókhaldsþjónustan var stofnuð í apríl 2008 af Bryndísi Björk Karlsdóttur en hún útskrifaðist sem viðurkenndur bókari árið 2013. Bryndís hefur 26 ára reynslu í bókhaldi og bókhaldsvinnu. Í dag starfa hjá Réttskil, auk Bryndísar, tveir aðrir bókarar með mikla starfsreynslu, ásamt talnaglöggvum endurskoðanda með yfir 40 ára reynslu í bókhaldi og skattframtölum.
Við leggjum mikla áherslu á persónuleg vinnubrögð og að vera í góðum tengslum við viðskiptavininn, upplýsum hann um reksturinn og hvað betur mætti fara við að halda kostnaði í lágmarki. Við styðjum rafræn og pappírslaus viðskipti.
Við leggjum mikla áherslu á persónuleg vinnubrögð og að vera í góðum tengslum við viðskiptavininn, upplýsum hann um reksturinn og hvað betur mætti fara við að halda kostnaði í lágmarki. Við styðjum rafræn og pappírslaus viðskipti.
Réttskil ehf
Réttskil ehf sér um allt sem viðkemur bókhaldi og Vsk-uppgjörum fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja hafa bókhaldið í lagi og gera skattaskil á réttum tíma og komast þannig af með lágmarks greiðslur í opinber gjöld.
Af hverju Réttskil?
- Fagleg og persónuleg þjónusta
- Ódýr og örugg skattskil
- 20 ára reynsla við bókhald
- Rafræn skil til RSK
- Skjót vinnubrögð