Verktakar

Verktakar eru einstaklingar með rekstur á sinni eigin kennitölu.

Reksturinn getur verið fjölbreyttur og krefjandi. Verktaki getur hagað sínum vinnutíma sjálfur, getur verið bæði launamaður á launaskrá hjá öðrum og svo sinnt aukavinnu sem verktaki hjá sjálfum sér. Verktaki þarf sjálfur að standa skil á reiknuðu endurgjaldi og líffeyrissjóð. Reiknað endurgjald skiptist í tryggingagjald og staðgreiðslu sem skila þarf inn til Ríkiskattstjóra 15. hvers mánaðar, en skil á líffeyrissjóði er 30-31. hvers mánaðar.

Verktaki þarf að halda bókhald hvort sem hann er verktaki með virðisaukaskattsnúmer eða ekki. Skil á virðisaukaskatti getur verið á tveggja mánaða fresti eða einu sinni á ári (fer eftir umfangi starfseminnar).

Verktakar þurfa að skrifa út reikninga og innheimta sjálfir sem getur verið mjög tímafrekt og því er gott að geta látið fagaðila sjá um að annast þessi mál fyrir sig.

Réttskil ehf tekur að sér að annast bókhald fyrir verktaka og höfum við mikla reynslu í þeim málum.

Tilboðsbeiðni fyrir verktaka

ATH. Við mælum með námskeiði hjá Ríkisskattstjóra fyrir verðandi verktaka.